Behold Europe er ráðstefna ungra evrópskra kristniboða, sem koma saman til að fá hvatningu, fræðslu og uppbyggingu. Áherslan er á boðun fagnaðarerindisins en við munum skoða og ræða þær fjölbreyttu áskoranir sem kristniboð stendur frammi fyrir í Evrópu. Fáum innblástur og gerum okkur hæfari til að ná enn lengra með fagnaðarerindið.
Behold Europe 2024
Skilaboð frá skipuleggjendum:
Þegar teymið á Íslandi (Eldhugar) bauðst til að taka að sér gestgjafahlutverk ráðstefnunnar, þá töldum við það einfaldlega ekki mögulegt. Verðlag á Íslandi er með því hæsta sem þekkist og þar sem flestir þátttakenda þurfa jafnframt að greiða fyrir flug til að komast til landsins, þá virtist slíkt vera óskhyggja ein. Síðan fengum við þau skilaboð frá Hvítasunnuhreyfingunni á Íslandi, að aðstaðan í Kotinu byðist okkur frítt fyrir þessa ráðstefnu. Þessi rausnarlegi stuðningur gerir okkur kleift að bjóða Ísland sem ráðstefnustað næsta hittings evrópskra trúboða, sem verður dagana 21.-24. júní 2024. |
|
Kirkjulækjarkot er í 75 mín. akstursfjarlægð frá Reykjavík, þannig að það ætti ekki að stoppa neinn. Frábær aðstaða er í Kotinu, bæði í Örkinni og Skálanum, fyrir 100 manna ráðstefnu af þessu tagi. Við verðum líka með staðinn alveg út af fyrir okkur. Sjá myndir og fleira á www.skalinn.is
|
Að neðan eru nokkur atriði sem hafa ber í huga þegar þú sækir um þátttöku.
Ráðstefnudagar
Fös. 21. júní - mán. 24. júní, 2024 Mæta þarf í Kotið fyrir kl. 11 á föstudagsmorgninum, því þá hefst ráðstefnan. Henni lýkur síðan með hádegisverði á mánudeginum og í kjölfarið göngutúr upp á fjallið Þríhyrning (676 metrar) eða Stóra Dímon við Markarfljót. Mikilvægt er að ráðstefnugestir séu allan tímann, þó þeir sleppi göngutúrnum. Dagsferð um Suðurland (valkvætt)
Þessi dagsferð er fyrst og fremst í boði fyrir erlenda þátttakendur en ekkert er því til fyrirstöðu að áhugasamir Íslendingar taki þátt. Um er að ræða dagsferð á þriðjudeginum 25. júní (heill dagur), þar sem athyglisverðir staðir á Suðurlandi verða skoðaðir. Verð og nánari upplýsingar koma síðar. |
|
Gistingin
Herbergin í Skálanum eru frátekin fyrir erlenda þátttakendur en það sem Íslendingum stendur til boða er að nota tjaldsvæðið (tjald, fellihýsi, hjólhýsi), gista á dýnum í gömlu kirkjunni eða útvega sér aðra gistingu í nágrenninu. Á skráningarforminu sem þú fyllir út, ert þú beðin um að velja þér einhvern af þessum gistimöguleikum. |
Verð
Þátttökugjald á ráðstefnuna er 18.000 kr. per mann. Innifalið er ráðstefnan sjálf, ráðstefnugögn, gisting, allar máltíðir og kaffiveitingar. |
Umsóknarfrestur
Fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Opnað verður fyrir umsóknir sem hér segir.
Sæktu um núna ef þú ert í trúboðsþjónustu og á aldrinum 18-39 ára.
Sæktu um eftir 1. október 2023, ef þú hefur áður sótt námskeið á vegum EYE Network eða setið EEI námskeið á Íslandi.
Fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Opnað verður fyrir umsóknir sem hér segir.
Sæktu um núna ef þú ert í trúboðsþjónustu og á aldrinum 18-39 ára.
Sæktu um eftir 1. október 2023, ef þú hefur áður sótt námskeið á vegum EYE Network eða setið EEI námskeið á Íslandi.
Ef þú hefur spurningar um ráðstefnuna og fyrirkomulagið á henni þá er þér velkomið að hringja í Hafstein í síma 893-9702.
Ráðstefnuhaldarinn eru bresku trúboðssamtökin EYE Network. Martin Durham fer fyrir þeim samtökum. Íslenski gestgjafinn er hópur trúboða sem kallar sig Eldhuga.
Ráðstefnuhaldarinn eru bresku trúboðssamtökin EYE Network. Martin Durham fer fyrir þeim samtökum. Íslenski gestgjafinn er hópur trúboða sem kallar sig Eldhuga.
Við vonum svo sannarlega að þú takir þátt í Behold Europe 2024 og hlökkum til að sjá þig.
f.h. Eldhuga,
Ámundi, Daníel Rafn og Hafsteinn
f.h. Eldhuga,
Ámundi, Daníel Rafn og Hafsteinn
This initiative is presented by:
In partnership with: